Hver er endastöð sóttvarnaraðgerðanna og hvað mun óvissuferðin kosta?
Nú þegar þjóðin þarf mest á fjórða valdinu að halda er sem fjölmiðlar hafi sofnað á verðinum og gengið í klapplið yfirvalda. Eftir 100 stöðufundi, þrjár fálkaorður, vænan skammt af sjálfshóli yfir því sem Kári gerði ásamt skítkasti í Svía liggur nú loks fyrir hvað ávannst: Nákvæmlega ekkert. Heilbrigðisyfirvöld segja nú að ár sé í bóluefni ef það yfir höfuð finnst. Mörg réttindi okkar sem eiga að vera varin í stjórnarskrá eru farin og við blasir algjört efnahagshrun ofan í þá heimskreppu sem fram undan er. Stefnuleysi einkennir stefnu stjórnvalda og án gagnrýniradda hafa þau flúið þá ábyrgð sem þau voru kosin til að höndla.
Við erum hópur fólks sem viljum viðspyrnu gegn ábyrgðarleysinu og erum með spurningar til yfirvalda.
Hver er endastöðin?
1) Í covidbylgjunni í vor er talið að um 5500 Íslendingar hafi smitast og þar af létust 9. Dánartíðnin var því 0.16% og fer lækkandi með bættum meðferðarúrræðum. Veturinn 2014-2015 smituðust í Bandaríkjunum 30 milljón manns af flensu og þar af létust 51 þúsund. Dánartíðnin var því 0.17%. Hversu lág þarf dánartíðnin af covid að verða áður en beitingu sóttvarnarlaga verður hætt?
2) Í hversu mörg ár verður sóttvarnarlögum beitt ef bóluefni með nægjanlega virkni finnst ekki eða ef það reynist hættulegt?
3) Munu stjórnvöld þvinga fólk í bólusetningu og hvernig geta þau tryggt að bóluefni þróað á methraða sé ekki hættulegt?
Hvað mun covidóvissuferðin kosta?
Óvíst er að nothæft bóluefni finnist en ef ár er í bóluefni, mun næsta ferðasumar líka tapast og við stefnum í dýpstu efnahagslægð á sögulegum tíma.
4) Hversu mikið mun hagvöxturinn minnka og hvað mun það kosta ríkissjóð?
5) Hversu mörg fyrirtæki munu fara á hausinn og hversu mörg störf munu tapast?
6) Hversu mörg ár verðum við að vinna okkur úr kreppunni og hve mikið verður skorið niður í heilbrigðisþjónustu?
7) Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?
8) Hafa áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilbrigði barna og brottfalls úr skólum verið metin?
9) Hefur sjálfsmorðum fjölgað síðan covid byrjaði?
10) Forsenda fyrir skerðingu atvinnufrelsis, ferðafrelsis og samkomufrelsis er að almannahagur liggi við. Hefur skaðinn af beitingu sóttvarnarlaga verið metinn til að unnt sé að meta almannahagsmuni?
11) Ef síðar kemur í ljós að skerðing atvinnufrelsis, ferðafrelsis og samkomufrelsis hafi verið gagnslítil aðgerð sem aðeins frestaði hinu óumflýjanlega eins Johan Giesecke hefur bent á, munu yfirvöld þá borga bætur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu fyrir tjóni eða misstu vinnuna vegna aðgerðanna? Verður stofnaður sérstakur bótasjóður fyrir slíkar bætur?
Aðrar spurningar
Eitt stærsta vandamálið við að meta neikvæðar afleiðingar af sóttvarnaraðgerðum yfirvalda er að rannsóknaraðilinn er líka gerandinn. Mikil þörf er því á að óháður (erlendur) aðili meti skaðann.
12) Hversu mörg mannslíf hafa sóttvarnaraðgerðir kostað með óbeinum hætti?
13) Hefur verið metið hvort að skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða hafi óbeint átt þátt í andláti covidsjúklinga? Hversu margir voru t.d. það langt leiddir þegar þeir loks þorðu að leita sér aðstoðar að þeim varð ekki bjargað? Hversu margir af þeim sem smituðust í sóttkví dóu úr covid?
14) Af hverju gildir 1 m regla milli smitaðra í einangrun og sambýlismanna þeirra, á meðan 2 m reglu er framfylgt milli heilbrigðs fólks af svo mikilli hörku að veitingastaðir hafa þurft að loka?
15) Hversu margar af læknisaðgerðum sem var frestað í fyrstu covidbylgjunni hefði verið hægt að flytja til einkaaðila og hversu margir af sjúklingunum sem lentu í þessu eru í aukinni lífshættu í dag vegna frestunar á aðgerðum eins og krabbameinsskimun, hjartarannsóknum eða sambærilegu?
16) Hversu lengi er hægt að halda skólum í fjarkennslu?
17) Er gerður greinamunur á skilgreiningu covid andláts hérlendis eftir því hvort að fólk deyr úr covid-19 eða með covid-19 veiruna í sér? Ef svo er hvernig er sú skipting?
18) Hvað var versta flensuár frá síðustu aldamótum? Hvað dóu margir úr flensu það ár og hvað voru margir sem dóu af öðrum orsökum en með flensuveiruna í sér?
19) Við þekkjum mörg til ýmiss fólks innan heilbrigðisþjónustunnar sem veigrar sér við að koma fram og gagnrýna opinberlega stefnu yfirvalda af ótta við að skaða starfsframa sinn. Hvað hafa yfirvöld gert til að tryggja að slík ritskoðunarstefna eigi sér ekki stað á opinberum vinnustað?
20) Eru blaðamönnum á stöðufundum vegna Covid settar einhverjar reglur um hvað má spyrja?
21) Hvort hefur meira vægi hjá stjórnvöldum; öflugt og blómlegt mannlíf og efnahagslegur raunveruleiki eða kapphlaup við að bjarga mannslífum um stundarsakir með því að hliðra covidbylgjunni þar til við getum ekki meir og allt tapast??
22) Hvenær var ákveðið að fara að hliðra ferlinum í stað þess að jafna út ferilinn eins og alþjóðaheilbrigðisstofnunin lagði í upphafi til? Hverjir tóku þá ákvörðun?
Sænska leiðin
Hjarðónæmi í Svíþjóð er í dag það mikið að þeir virðast komnir í gegnum covid á sama tíma og haustbylgjan er að fara af stað annars staðar. Þeir hafa dýrmæta reynslu sem getur nýst öllum.
Ein lexían er t.d. að sambærilegt hjarðónæmi er mun nær en yfirvöld hafa áður talið.
23) Hafa yfirvöld leitað ráðgjafar hjá sænskum sérfræðingum til að eiga góðan valmöguleika út úr covid-krísunni sem hlífir efnahagslífinu um leið og þeir viðkvæmustu eru varðir?
Spurningarnar verða birtar á heimasíðu okkar, covidspyrnan.is ásamt svörum stjórnvalda jafnóðum og þau berast.
Virðingafyllst,
Coviðspyrnan
Jóhannes Loftsson
Trausti Eysteins
Sylvía Magnúsdóttir
Halldór Fannar Sigurgeirsson
Linda Jóhannsdóttir
Dóra Sigurðardóttir
Þórarinn Friðriksson
Helgi Örn Viggósson
Tryggvi Pétursson
Sólveig Sigurðardóttir
Óli Ólafs Olafsson
Ragnar Unnarsson
Kolbrún Þóra Sverrisdóttir
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
Pálmi Einarsson
Elsabet Sigurðardóttir
Svava Liv Edgarsdóttir
Sólrún Bragadóttir
Arnar Valgarðsson
Kristján Erlingsson
Einar Sigurjónsson
Eldur Ísidór Deville
Erla Ólafsdóttir
Einar Gunnar Birgisson
Anna Lopatinskaya
Agnes Thorsteins
Gunnar Már Gunnarsson
Þórður O. Björnsson
Arni Thor Thordarson
Kolbrún Karlsdóttir
Guðjón Halldór Höskuldsson
Inga G. Halldórsdóttir
Ingvi Arnar Halldórsson
Jón Þór Baldvinsson
Þórarinn Einarsson
Páll Heimir Einarsson
Grace Achieng
Iva Adrichem
Jón Ingi Ágústsson
Helga Björk Einarsdóttir
Guðni Rafnsson
Kári Þór Samúelsson
Somaya Ellertsdóttir
Heimir Ólafsson
Guðmundur Franklín Jónsson
Axel Pétur Axelsson
Arnþór birgisson
Jóhanna D Harðardóttir
Unnur Brynjólfsdóttir
Tara Rut Hilmarsdóttir
Svandís Sigurgeirsdóttir
Eva Karen Axelsdóttir
Ragna Erlendsdóttir
Vilborg Hjaltested
Karl F. Bragason
Comments