Mjög áhugavert viðtal við Elísabetu Guðmundsdóttur sem var skurðlæknir á Landsspítalanum en rekin þaðan vegna þess að hún var of berorð og hreinskilinn varðandi faraldurinn.
"Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir, sem á 20 ára feril í faginu í Svíþjóð kom nýverið til Íslands til að starfa á Landsspítalanum. Hún hefur undanfarið talað opinskátt gegn sóttvarnaraðgerðum vegna Covid, sem hún segir að gangi of langt. Elísabet stóð einnig að undirskriftasöfnun um þá kröfu að framhaldsskólar verði opnaðir aftur. Hún vill meina að heilmargt sé hægt að gera til að verjast því að veikjast, annað en bara vera með grímur, halda fjarlægð og þvo hendur, eins og til dæmis að styrkja ónæmiskerfið með því að taka inn D-vítamín. Í þættinum spyr Sölvi Elísabetu um ástæður þess að hún gagnrýnir aðgerðirnar, hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir hana og hvort að í samfélaginu sé þöggun."
Comments