top of page

Umsögn um breytingar á sóttvarnalögum


Sjá alla umsögnin hér


Sóttvarnalög (lög nr. 19/1997) hafa marga galla og ekkert sérlega vel til þess fallin að takast á við þær flóknu aðstæður sem skapast þegar byrjað er að beita þeim. Valdsvið ráðherra er allt of mikið og óljóst sem hefur leitt til þess að stjórnarskrárvarin réttindi hafa verið skert án þess að vitað sé hvort skerðingin standist lög. Valdsvið sóttvarnalæknis sem aðalráðgjafa heilbrigðisráðherra er einnig allt of mikið og hann hefur orðið einráður um ráðgjöf veigamestu ákvarðana íslensks samfélags. Ekkert aðhald er í kerfinu hvernig bregðast á við þegar rangar ákvarðanir eru teknar.


Sá sem tekur allar ákvarðanir er sá sami og veitir upplýsingarnar og ef rangar ákvarðanir eru teknar er því lítill hvati til að meta afleiðingarnar. Að sama skapi eykur öll óvissa um þá hættu sem steðjar að, á þær valdheimildir sem beita má og því er innbyggður hvati hjá yfirvöldum að gera mikið úr hættunni til að réttlæta eigin gjörðir. Þessir óheppilegu hagsmunatengsl þeirra sem leiða viðbrögð við faraldri auka hættuna á því að gripið sé til of öfgafullra aðgerða gegn aðsteðjandi vá og fyrir vikið verði skaði aðgerðanna margfalt verri en váin.


Frumvarp til laga að breytingu á sóttvarnalögum tekur ekki á þessum ábyrgðarvanda og gerir lögin enn verri en þau eru í dag. Faraldur verður nú ekki skilgreindur út frá skaða sem sjúkdómur veldur heldur út frá því hversu smitandi hann er sem mun leiða til að lögunum verður í framtíðinni beitt við mun minna tilefni en nú. Einnig hafa heimildir yfirvalda til skerðingar á réttindum fólks auknar með nýjum valdheimildum eins og lögleiðingu útgöngubanns, lögleiðingu inngripa þar sem heimilað verður að setja áhald inn í fólk sem er grunað um smit, lögleiðingu mjög íþyngjandi aðgerða á ferðamönnum eins og kröfu um bólusetningu. Enn fremur er vald ýmissa embættismanna og lækna aukið þ.a. við ákveðnar aðstæður fá þeir nánast geðþóttavald yfir lífi fólks. Aldrei ætti að færa slíkt í lög.


Tillögur okkar ganga út á að taka á rót vandans. Ákvarðanataka sem skerðir mannréttindi borgaranna verður að vera á hendi Alþingis því það er eina stofnun ríkisins sem ber beina ábyrgð gagnvart öllum borgurunum. Slík ábyrgð býr til aðhald sem ekki er til staðar í dag.

Enn fremur þurfa allar ákvarðanir að vera upplýstar. Til að það sé hægt verður að leggja ríka kröfu til upplýsingagjafar í lögunum sjálfum til að tryggja að forsendur fyrir beitingu sóttvarnalaga séu sífellt í endurskoðun. Aldrei má leggja slíkt ráðgjafavald í hendur einum einstaklingi eða lokuðu ráðgjafateymi. Með slíkri upplýsingakröfu má tryggja aðhald í ráðgjöf og auðvelt verður að kalla inn óháða sérfræðinga til að meta þá ráðgjöf sem liggur til grundvallar sóttvarnaviðbrögðum.


Enn fremur eru allt of miklar valdheimildir til embættismanna inni í lögunum. Gera verður þá kröfu að allir embættismenn vinni aðeins eftir skráðum reglum sem löggjafinn setur þeim og þeim má aldrei gefa heimildir til að skerða réttindi valinna einstaklinga með geðþóttaákvörðunum. Lög og reglur þurfa að gilda jafnt yfir alla.

Einnig förum við fram á að faraldur verði skilgreindur út frá skaða, þannig að íþyngjandi úrræðum verði aldrei beitt af tilefnislausu. Að lokum er lagt til að felld verði niður öll ákvæði sem auka valdheimildir yfirvalda til að ganga gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum og mannréttindum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að viðhafa.


Það er von okkar að yfirvöld muni taka nægjanlegt tillit til þessara ábendinga okkar svo að það stórslys sem við höfum upplifað síðasta árið muni aldrei aftur endurtaka sig.


Undir umsögnina skrifa:


Jóhannes Loftsson

Þrándur Arnþórsson

Sif Cortes

Ari Tryggvason

Hinrik Jóhannesson

Björn Baldursson

Hulda Lilja Guðmundsdóttir

Hildur Jóhannesdóttir

Kári Þór Samúelsson

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Ólafur Einarsson

Sigríður Hrund Guðmundsdóttir

Jón Sigurður Norðkvist

Sölvi Pétursson

Sævar Örn Arason Michelsen

Ólöf Kristín Kristjánsdóttir

Samúel Róbertsson

Guðrún Alda Houston Einarsdóttir

Davíð Stefánsson

Helgi Örn Viggósson

Elma Rut Jónsdóttir

Ragnheiður Kr. Grétarsdóttir

Hrólfur Hreiðarsson

Jón Þór Baldvinsson

Erna S. Böðvarsdóttir

Laugi Reynisson Allison

Anna Gilaphon

María Stendórsdóttir

Sunna Ómarsdóttir

Emil Tsakalis

Álfheiður Ólafsdóttir

Eldur Deville

Marie Legatelois

Gunnar Rúnarsson

Eva Kristjánsdóttir

Ragnar Unnarsson

Haraldur Stefánsson

Þóra Viðarsdóttir

Þórður Daníel Ólafsson

Davíð Snær Jónsson

Ása Aðalsteinsdóttir

Styrmir Jökull Einarsson

Przemyslaw Oblak

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Birgir Björgvinsson

Aldís Björg Jónasdóttir

Linda Björg Reynisdóttir

Yevgen Stroginov

Anna Lopatinskaya

Lóa Steindórsdóttir

Vairis Klavins

Viðar Sigðursson

Brynja Birgisdóttir

Ragnar Jónsson

Einar Gunnar Birgisson

Joanna Przybysz

Auður Inga Konráðsdóttir

Sigurður Styff

Helga Birgisdóttir

Elín Kjartansdóttir

Linda Jóhannsdóttir

Kjartan Rafn Zoega

Björn Sk Ingólfsson

Svava Liv Edgarsdóttir

Guðrún Bergmann

Kristín Thormar

Heiða Helgadóttir

Guðmundur Edgarsson

Kristján Erlingsson

Kristján Þór Sverrisson

Uwe Werler

Elísa Enea Sigrúnardóttir

Jón Adólf Steinólfsson

Halla Rut Bjarnadóttir

Serena Pedrana

Giacomo Montanelli

Snorri Marteinsson

Geir Ágústsson

Guðbjartur Nilsson

Bjarni Gautur Eydal Tómasson

Erling Óskar Kristjánsson

Katarzyna Krupinska

Þorsteinn Siglaugsson


Comments


bottom of page