top of page

Um Sóttvarnir - lokanir og lögmæti

Mikið af þeim sóttvarnaraðgerðum sem lagðar eru til eru sveipaðar dulúð, og illskiljanlegar fyrir venjulegt fólk og hver sem litið er þá blasir tvöfeldnin við. Stanslaus áróður er uppi um að grímur virki og sett hefur verið grímuskylda út um allt, en á sama tíma er svo stöðum eins og hárgreiðslustöðum, með grímuskyldu lokað. Ef grímur virkar (eins og áróðurinn gegnu út á), til hvers eru þá lokanirnar? Ef grímur virka ekki, til hvers er þá grímuskyldan, því aðeins þarf einn vírust til að koma smiti af stað, og lífshættulegt er að búa til falskt öryggir fólks í áhættuhópi sem vegna grímuskyldu fara að taka meiri áhættu en ella. Nýlegt dæmi um smit á landakoti kann einmitt að vera dæmi um skelfilegar afleiðingar sem hið falska öryggi grímuskyldunnar býr til fyrir fólk í áhættuhópi.

Annað dæmi um öfgafullar óskiljanlegar aðgerðar eru að nota covid til að banna útivist eins og golf, en líklega er fólk hvergi í jafn lítilli hættu á að smitast og í golfi þar sem auðveldara er að halda allar fjarlægðarreglur en í flestu öðru.


Lögfræðingur nokkur sendi á kóviðspyrnuna smá pistil varðandi hversu órökrétt (og mögulega ólögleg) ýmiss af ákvæðum sóttvarnarreglugerðar eru:"

Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikillar nálægðar er óheimil, svo sem menningarstarfsemi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og önnur sambærileg starfsemi. Takmarkanir þessar taka ekki til starfsemi heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu en í þeim tilvikum er skylt að notast við andlitsgrímur. Ákvæði þetta tekur ekki til innanlandsflugs og -ferja, leigubifreiða, hóp­bifreiða og almenningssamgangna.

Þetta er bráðskemmtilegt ákvæði. Hárgreiðslukonunni er ekki treyst til að gæta hreinlætis. En kolleganum í læknastéttinni þar sem ekki er unnt að hafa grímu á kúnnanum er treyst. Tannhreinsun, þar sem munnvatnið frussast um allt er leyfð. Við laseraðgerðir á húð þar sem ekki er unnt að hafa grímu á kúnnanum er öllu treyst, svo fremi sem það er læknir, en ekki samkeppnisaðilinn í snyrtigeiranum, sem vinnur verkið. Hundasnyrtistofulokunin er dularfull; á Þórólfur kött, eða býr eitthvað enn verra að baki? Er sólbaðsstofueigandanum ekki treyst til að spritta bekkinn eftir notkun? En ef eigandinn hefur læknaleyfi?

Skylt er að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngum, í starfsemi þar sem nálægð er minni en tveir metrar, í verslunum og annarri þjónustu, og í hópum þar sem ekki er hægt að viðhafa tveggja metra nándarregluna.

Lyfja- og matvöruverslunum undir 1.000 m2 að stærð er heimilt að hleypa inn 50 einstaklingum en til viðbótar, einum viðskiptavini fyrir hverja 10 m² umfram 1.000 m², þó að hámarki 100 viðskiptavinum í allt. Um aðrar verslanir gildi 10 manna hámarksreglan. – Af hverju er í lagi að í almenningssamgöngum sé ekkert slíkt í gildi? „Græn viðhorf“? Að betra sé að smitast í almenningssamgöngum en í búð?

Þórólfur, er þetta ekki bara orðið gott og tími til kominn eftir hálfs árs bið að börn og unglingar byrji að lifa lífinu á ný og þríeykið taki aftur til við fyrri störf án alræðisvalds? Eða er stefnan tekin á næstu ár?"

Comments


bottom of page