top of page

T-frumu hjarðónæmið



Í mótefnarannsóknunum síðasta vor kom í ljós að um 5500 Íslendingar hefðu líklega myndað mótefni gegn covid 19 og miðað við það var dánartíðnin hér á landi um 0.16%.


Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð, því varnarkerfi líkamans gegn vírusum er margslungið og í mörgum lögum og mótefnavörnin bara eitt varnarlagið sem mikið er horft til því það er auðvelt er að mæla mótefnavörnina.


Annað varnarlag er í gegnum svokallaðar T-frumur. Í nýlegri rannsókn í Svíþjóð kom í ljós að fyrir hvern einn sem fannst með mótefnavörn voru tveir með T-frumuvörn. Einnig hefur það sýnt sig að T-frumuvörn getur verið mjög langlíf. Þannig eru einstaklingar sem veiktust af SARS fyrir 17 árum enn með T-frumuvirkni gagnvart kórónuveiru.


Önnur ansi sérstök uppgötvun tengd T-frumuvirkni er að í ljós hefur komið að fólk sem hvorki varð veikt eða komst í snertingu við covid 19 var samt með T-frumuvirkni gegn covid 19. Þetta kann að vera hluti skýringarinnar á því af hverju svo margir eru einkennalausir eða einkennalitlir þrátt fyrir að komast í snertingu við vírusinn.


Um fjórðungur allra kvefpesta eru kórunuvíruskvefpestir. Mögulegt er að T-frumuónæmi sem einstaklingar hafa myndað gagnvart þessum kórónuvíruskvefpestum gefi sömu einstaklingum ákveðna vernd sem gefur forskot þegar covid 19 byrjar að herja á þá.


Þannig gætu kvefpestir hafa fært okkur mun nær covid 19 hjarðónæmi en áður var talið. Þegar horft er til Svíþjóðar sést að þegar eru komnar vísbendingar þar um að þetta sé raunin. Þar hafa smit fallið hratt, þrátt fyrir að mótefna-ónæmið sé langt undir því sem þyrfti fyrir hjarðónæmi. Covid 19 er ekki flensa og því er varnarkerfi líkamans gagnvart sjúkdómnum öðru vísi, sem kallar jafnframt á önnur viðmið.


Hér er grein úr business insider sem fjallar um T-frumu ónæmið.




bottom of page