top of page

Stýrð hjarðónæmisleið

4. október síðastliðin gáfu þrír fremstu faraldsfræðingar heimsins (Kulldorff, Gupta og Battacharya) frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til breyttrar nálgunar við að eiga við covid sem tæki tillit til eðlis sjúkdómsins og hversu mildur hann væri fyrir yngra fólk.

Leiðin sem þeir lögðu til kölluðu þau stýrða hjarðónæmisleið sem gengur út á að efla til skamms tíma verulega sjálfviljuga verndun viðkvæmra hópa á sama tíma og öllum sóttvarnartakmörkunum á aðra verður verður hætt. Hugmyndin er að við það byggist fljótt upp hjarðónæmi meðal þeirra hraustustu þ.a. að þeirra ónæmi geti byrjað áað vernda þá viðkvæmari sem fyrst. Talið er að þetta muni taka mjög skamman tíma og á innan við þremur mánuðum geti hlutirnar aftur farið að færast í eðlilegra horf.

Með því að takast á við sjúkdóminn á svo skömmum tíma þá er jafnframt mun auðveldara að vernda viðkvæma hópa, því afar erfitt er að halda slíkt út í lengri tíma. Á þennan hátt má bæði sameina þau sjónarmið að lágmarka skaða covid á covidsjúklinga og lágmarka þann óbeina skaða sem aðgerðir gegn covid valda samfélaginu.


Hér er stutt viðtal við þremenningana á Unherd hlaðvarpinu sem mæla má með við alla að horfa á.


Síðan þessi yfirlýsing kom út hafa tugþúsundir heilbrigðisvísindamanan og -starfsfólks skrifað undir hana auk yfir hundrað annarra.

Hægt er að skrifa undir yfirlýsinguna hér.


Við hvetjum alla til að styðja þetta frábæra framtak. Viðspyrna vísindamannanna og almennings gegn hinum glórulausu öfgafullu viðbrögðum stjórnmálamanna við covid eru hafin.Comments


bottom of page